Viðskipti innlent

Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa

Þórshöfn í Færeyjum. Með nýjum samningi við Færeyinga eru þeir skilgreindir sem Íslendingar með tilliti til atvinnulífs og öfugt.
Þórshöfn í Færeyjum. Með nýjum samningi við Færeyinga eru þeir skilgreindir sem Íslendingar með tilliti til atvinnulífs og öfugt.

Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð.

„Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Færeyjar standa utan við tollabandalag Evrópusambandsins en Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og hafa því ákveðnar hindranir staðið í vegi „fjórfrelsisins" milli landanna, en í því felst frjáls flutningur á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki. Með Hoyvikssamningnum kemst þar á fullt frelsi.

Þá er ljóst að Færeyjar eru mikilvægt markaðssvæði fyrir Ísland og stærsti markaður okkar fyrir landbúnaðarafurðir utan landsteinana. Þannig er útflutningur það sem af er þessu ári til Færeyja um það bil þrefalt meiri en til Finnlands, samkvæmt tölum Hagstofunnar, heldur meiri en til Svíþjóðar, Þá er þess vænst að nýi samningurinn ýti enn frekar undir viðskipti milli landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×