Viðskipti innlent

Ýsan sjaldan dýrari

Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum.

Ýsan var líkt og fyrri vikur mest selda tegundin. Í boði voru 507 tonn og fékkst 169,61 króna meðalverð fyrir slægða ýsu. Til samanburðar fengust 167,54 krónur á kíló vikuna á undan.

Framboð af þorski var með alminnsta móti. Verðið var hins vegar mjög hátt. 321 tonn af þorski seldist á mörkuðunum og fékkst 257,92 króna meðalverð fyrir kíló af slægðum þorski sem er tæplega 6 króna hækkun á milli vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×