Viðskipti innlent

Aldrei meiri væntingar

Horfir björtum augum fram á veginn. Töluvert fleiri Íslendingar eru bjartsýnir en svartsýnir á ástand efnahags- og atvinnumála.
Horfir björtum augum fram á veginn. Töluvert fleiri Íslendingar eru bjartsýnir en svartsýnir á ástand efnahags- og atvinnumála.

Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. Vísitalan, sem birt var í gær, stendur nú í 136,2 stigum og hækkar um tæplega 17 stig frá fyrri mánuði. Hefur hún ekki mælst hærri frá því í febrúar. Töluvert fleiri eru nú bjartsýnir en svartsýnir en þegar væntingavísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri bjartsýnir en svartsýnir. Hún hefur hækkað mjög skarpt, eða um rúmlega 48 stig, frá því hún stóð lægst í um 88 stigum í júlí.

Um 44 prósent neytenda telja efnahagsástandið gott en aðeins 16,4 prósent telja það slæmt. Um 56 prósent neytenda telja atvinnumöguleika mikla en aðeins 12,5 prósent telja þá litla. í Morgunkorni Glitnis segir að væntingavísitalan hafi mikla fylgni við samtímaþróun neyslu. Hækkun vísitölunnar nú bendi því til þess að einkaneyslan kunni að vera að aukast að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×