Hjörleifur fjaðralaus ósannindamaður 20. október 2006 05:00 Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun