Hjörleifur fjaðralaus ósannindamaður 20. október 2006 05:00 Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun