Innlent

Vilja styrkan Íbúðalánasjóð

Grétar Jónasson  formaður Félags fasteignasala segir ungt fólk í dag eiga erfitt um vik að fá lánað hjá bönkum fyrir fyrstu íbúð.
Grétar Jónasson formaður Félags fasteignasala segir ungt fólk í dag eiga erfitt um vik að fá lánað hjá bönkum fyrir fyrstu íbúð.

Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að þeirri áratuga uppbyggingu sem stjórnvöld hafi unnið að í húsnæðismálum með því að skilgreina þau sem velferðarmál megi ekki raska vegna hagsmuna bankanna.

Fram kemur að Félag fasteignasala hafi fagnað sérstaklega innkomu bankanna á Íbúðalánamarkaðinn 2004 sem varð til þess að vextir lækkuðu og lánshlutfall hækkaði. Grétar Jónasson, formaður félagsins, segir marga fasteignasala hafa verið á þeirri skoðun að ríkið ætti að draga sig út af íbúðalánamarkaðnum með tilkomu bankanna. En eftir því sem tíminn hefur liðið hafa fasteignasalar farið að upplifa neikvæða sýn á bankana. Einn daginn lána þeir gegndarlaust út og annan daginn er allt breytt og erfitt er að fá lán.

Í ályktuninni segir að heillavænlegt sé að Íbúðalánasjóður standi styrkum fótum og breyti ekki áherslum sínum í takt við dægurvinda eða hagsmuni þeirra sem gæta að því að hámarka afkomu bankanna.

Auðvitað telja sumir að hér sé bara verið að hugsa um hagsmuni fasteignasala en það er mikið frekar verið að hugsa um að neytendur hafi greiðan aðgang að lánsfé sem er gríðarlega mikilvægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×