Verkfalli lokið
Danskir foreldrar í Árósum önduðu léttar í gær þegar borgaryfirvöld samþykktu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, því þá munu leikskólakennarar mæta aftur til starfa á mánudag eftir þriggja vikna verkfall. Leikskólakennararnir og fjölmargir foreldrar voru þó ekki sáttir, því fjárhagsáætlunin kallar eftir sparnaði upp á 410 milljónir danskra króna, sem mun bitna einna harðast á börnum og öldruðum.