Um varnarmálin Gunnar Örn Örlygsson skrifar 6. október 2006 12:54 Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráðherra um varnarmálin stigu forsvarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni ÖssurarAð hálfu Samfylkingarinnar er viðskilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingarinnar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnaðinn upp frekar en niður í því samningaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni IngibjargarAf hálfu Samfylkingarinnar er niðurstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfirvalda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að einhverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið viðkvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstaðan eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð SuðurnesjamannaViðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfsmanna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvarsmenn í sveitarfélögum tóku af skarið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samnings með sín atvinnumál og á endanum hefði glundroði og erfiðleikar einkennt stöðu mála. Staða SuðurnesjamannaÉg hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem einkennt hefur allan þeirra málflutning í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýting og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirrar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðháttum er mikil á meðal heimamanna og jafnframt verður einnig að minna á þann raunveruleika að þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveitarfélög á Suðurnesjum verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæðisins að mótast af góðum og gegnum viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylkinguna. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar fulltrúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnuEftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskiptalegum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi ríkisstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brotthvarf varnarliðsins. Greinarhöfundur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráðherra um varnarmálin stigu forsvarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni ÖssurarAð hálfu Samfylkingarinnar er viðskilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingarinnar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnaðinn upp frekar en niður í því samningaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni IngibjargarAf hálfu Samfylkingarinnar er niðurstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfirvalda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að einhverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið viðkvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstaðan eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð SuðurnesjamannaViðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfsmanna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvarsmenn í sveitarfélögum tóku af skarið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samnings með sín atvinnumál og á endanum hefði glundroði og erfiðleikar einkennt stöðu mála. Staða SuðurnesjamannaÉg hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem einkennt hefur allan þeirra málflutning í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýting og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirrar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðháttum er mikil á meðal heimamanna og jafnframt verður einnig að minna á þann raunveruleika að þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveitarfélög á Suðurnesjum verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæðisins að mótast af góðum og gegnum viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylkinguna. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar fulltrúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnuEftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskiptalegum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi ríkisstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brotthvarf varnarliðsins. Greinarhöfundur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar