Ákall til verndar Jökulsánum 5. október 2006 05:00 Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar