Gusenbauer næsti kanslari 4. október 2006 06:00 Gusenbauer og Schüssel Alfred Gusenbauer, leiðtogi jafnaðarmanna, og Wolfgang Schüssel, fráfarandi kanslari og leiðtogi íhaldsmanna, takast í hendur í sjónvarpssal að kvöldi kjördags. MYND/AP Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu. Erlent Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu.
Erlent Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira