Vistunarmat aldraðra og ráðvilla 3. október 2006 05:00 Fyrsta grein af fjórum eftir Jóhann Óla Guðmundsson um heilbrigðis- og öldrunarmál. Þingmönnum, embættismönnum í heilbr.- og tryggingaráðuneytinu og reyndar öllum áhugamönnum um málefni aldraðra, er vinsamlegast bent á að lesa greinar eftir framkvæmdastjóra Sóltúns, Önnu Birnu Jensdóttur, sem birtust af og til á síðum Morgunblaðsins seinni hluta síðasta árs og auðvelt er að nálgast. Fjallar hún í umræddum greinum um helstu þætti vistunarmála aldraðra og þjónustumat í því sambandi, en svo virðist sem mikillar vanþekkingar gæti um þessi mikilvægu atriði meðal aldraðra og ættingja þeirra. Í þessum greinum er að finna allan nauðsynlegan fróðleik um þau atriði sem máli skipta, þ.á m. upplýsingar um svokallað RAI-mat, sem er eina samræmda matið fyrir þjónustu- og meðferðarmagn íbúa á hjúkrunarheimilum. Síðan eru til opinberar upplýsingar hjá Landlæknisembættinu, um meðal þjónustuþunga (RAI-stuðull) á öllum hjúkrunarheimilum landsins. Vegna opinberrar umræðu um þessi mál er eðlilegt að fram komi, að af þessum samanburði má sjá að þjónustuþungi er langmestur á Sóltúni, enda beinlínis til þess ætlast í þjónustusamningi við ríkið. Í allri umfjöllun um rekstur hjúkrunarheimila er nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu mikilvæga atriði af augljósum ástæðum, bæði faglegum og fjárhagslegum. Ég legg ekki mat á það hvert þjónustudaggjald á öðrum hjúkrunarheimilum skuli vera, en fullyrði að það er engin fagleg forsenda fyrir því að öll hjúkrunarheimilin fái sama daggjald án tillits til hjúkrunar- og umönnunarþunga, hvað þá að bera saman daggjöld fyrir hjúkrunarheimili annars vegar og almenn dvalarheimili hins vegar. Efnislega virðist málflutningur sumra stjórnenda hjúkrunarheimila, sem ekki vilja sjá augljósar staðreyndir í þessum efnum, ganga út á það að hafa af ríkissjóði fé, mjög mikið fé, með villandi og órökstuddum málflutningi. Ef hjúkrunarheimili telja sig þurfa aukið rekstrarfé má fara faglegar leiðir til að rökstyðja kröfuna um slíka aukningu, RAI-matið er viðurkennd leið til þess. Þann 26. ágúst sl. birtist mjög athyglisverð grein í Morgunblaðinu eftir Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðing, lektor og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, sem greinir frá dæmum um greidda þjónustu til aldraðra, af almannafé annars vegar, og hins vegar vanefndir á að umrædd og greidd þjónusta sé veitt af þjónustusala, sjálfseignarstofnunni Hrafnistu í þessu tilviki. Ef marka má orð Dagbjartar um þetta mikilvæga mál, þá fæ ég ekki betur séð, en að brýn þörf sé á að opinber rannsókn sé látin fara fram til að leiða sannleikann með formlegum hætti í ljós. Trúverðugleiki í meðferð almannafjár liggur undir í þessari umræðu. Í sömu grein er borið lof á rekstur Sóltúns sem andstæðu hins fyrra. Tilurð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns er engin tilviljum. Þar fer saman metnaðarfullur ásetningur stjórnvalda þess tíma og mikill umönnunarmetnaður starfsmanna Sóltúns. Meðferðar- og umönnunarniðurstöður eru sláandi góðar á heimilinu. Heilbrigðisstarfsmenn bíða á biðlistum eftir að komast í starf hjá Sóltúni, á sama tíma og heilbrigðisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu virðast víðast hvar glíma við starfsmannaskort. Hvað veldur? Það skyldi þó ekki m.a. liggja í rekstrarforminu? Allur rekstur Sóltúns og umönnunarþjónusta er þegar kostnaðargreind og útfærð niður í smæstu agnir. Erlendir sérfræðingar koma í hópum til Íslands til að kynna sér rekstur og umönnunaraðferðir heimilisins, enda verið um það fjallað í fjölmörgum blaða- og fræðigreinum erlendis og heimilið hlotið einróma lof. Sóltún er nú þegar orðið fyrirmynd uppbyggingar í vistunarmálum erlendis, á meðan íslensk stjórnvöld halda áfram ráðvilltri gandreið sinni yfir tímann og aðhafast annað tveggja, mikið af engu og lítið af viti. Á meðan deyja margir ótímabærum dauða, því í þeirra tilviki leysir biðtíminn engan vanda heldur þvert á móti. Síðustu ráðstafanir í málefnum aldraðra virðast ekki taka mið af mismunandi vistunar- og umönnunarþörf, heldur eru úthlutanir framkvæmdar án samhengis við fyrirliggjandi forsendur og enginn skilgreindur greinarmunur gerður á umönnunarþunga og því sem honum fylgir. Ráðþrot heilbrigðisráðuneytisins er meira en bara slæmt, það er orðið hættulegt heilsu fjölda fólks og er ekki að sjá að núverandi heilbrigðisráðherra muni hafa nokkra leiðandi sýn inn í framtíðina fyrir hina veikustu úr hópi aldraðra. Það þarf ekki að teygja lopann lengur, íslensk stjórnvöld hafa vel heppnaða fyrirmynd fyrir augunum þar sem Sóltún er, enda voru þau beinn aðili að þessu mikla framfaraskrefi í vistunarmálum aldraðra eins og gefur að skilja. Það þarf ekki að kasta umræðunni út og suður til þess eins að tefja framvindu í málaflokki sem þegar er búið að gera metnaðarfulla áætlun fyrir. Á 12 til 24 mánuðum má klára framkvæmdir sem breyta þjóðarskömm í þjóðfélagslegan sóma. Hjúkrunarheimilið Sóltún er fyrirmyndarverkefni um það hvernig samstarf virkrar pólitískrar stefnumótunar og einkarekstrar getur farið fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta grein af fjórum eftir Jóhann Óla Guðmundsson um heilbrigðis- og öldrunarmál. Þingmönnum, embættismönnum í heilbr.- og tryggingaráðuneytinu og reyndar öllum áhugamönnum um málefni aldraðra, er vinsamlegast bent á að lesa greinar eftir framkvæmdastjóra Sóltúns, Önnu Birnu Jensdóttur, sem birtust af og til á síðum Morgunblaðsins seinni hluta síðasta árs og auðvelt er að nálgast. Fjallar hún í umræddum greinum um helstu þætti vistunarmála aldraðra og þjónustumat í því sambandi, en svo virðist sem mikillar vanþekkingar gæti um þessi mikilvægu atriði meðal aldraðra og ættingja þeirra. Í þessum greinum er að finna allan nauðsynlegan fróðleik um þau atriði sem máli skipta, þ.á m. upplýsingar um svokallað RAI-mat, sem er eina samræmda matið fyrir þjónustu- og meðferðarmagn íbúa á hjúkrunarheimilum. Síðan eru til opinberar upplýsingar hjá Landlæknisembættinu, um meðal þjónustuþunga (RAI-stuðull) á öllum hjúkrunarheimilum landsins. Vegna opinberrar umræðu um þessi mál er eðlilegt að fram komi, að af þessum samanburði má sjá að þjónustuþungi er langmestur á Sóltúni, enda beinlínis til þess ætlast í þjónustusamningi við ríkið. Í allri umfjöllun um rekstur hjúkrunarheimila er nauðsynlegt að gera greinarmun á þessu mikilvæga atriði af augljósum ástæðum, bæði faglegum og fjárhagslegum. Ég legg ekki mat á það hvert þjónustudaggjald á öðrum hjúkrunarheimilum skuli vera, en fullyrði að það er engin fagleg forsenda fyrir því að öll hjúkrunarheimilin fái sama daggjald án tillits til hjúkrunar- og umönnunarþunga, hvað þá að bera saman daggjöld fyrir hjúkrunarheimili annars vegar og almenn dvalarheimili hins vegar. Efnislega virðist málflutningur sumra stjórnenda hjúkrunarheimila, sem ekki vilja sjá augljósar staðreyndir í þessum efnum, ganga út á það að hafa af ríkissjóði fé, mjög mikið fé, með villandi og órökstuddum málflutningi. Ef hjúkrunarheimili telja sig þurfa aukið rekstrarfé má fara faglegar leiðir til að rökstyðja kröfuna um slíka aukningu, RAI-matið er viðurkennd leið til þess. Þann 26. ágúst sl. birtist mjög athyglisverð grein í Morgunblaðinu eftir Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðing, lektor og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistu, sem greinir frá dæmum um greidda þjónustu til aldraðra, af almannafé annars vegar, og hins vegar vanefndir á að umrædd og greidd þjónusta sé veitt af þjónustusala, sjálfseignarstofnunni Hrafnistu í þessu tilviki. Ef marka má orð Dagbjartar um þetta mikilvæga mál, þá fæ ég ekki betur séð, en að brýn þörf sé á að opinber rannsókn sé látin fara fram til að leiða sannleikann með formlegum hætti í ljós. Trúverðugleiki í meðferð almannafjár liggur undir í þessari umræðu. Í sömu grein er borið lof á rekstur Sóltúns sem andstæðu hins fyrra. Tilurð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns er engin tilviljum. Þar fer saman metnaðarfullur ásetningur stjórnvalda þess tíma og mikill umönnunarmetnaður starfsmanna Sóltúns. Meðferðar- og umönnunarniðurstöður eru sláandi góðar á heimilinu. Heilbrigðisstarfsmenn bíða á biðlistum eftir að komast í starf hjá Sóltúni, á sama tíma og heilbrigðisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu virðast víðast hvar glíma við starfsmannaskort. Hvað veldur? Það skyldi þó ekki m.a. liggja í rekstrarforminu? Allur rekstur Sóltúns og umönnunarþjónusta er þegar kostnaðargreind og útfærð niður í smæstu agnir. Erlendir sérfræðingar koma í hópum til Íslands til að kynna sér rekstur og umönnunaraðferðir heimilisins, enda verið um það fjallað í fjölmörgum blaða- og fræðigreinum erlendis og heimilið hlotið einróma lof. Sóltún er nú þegar orðið fyrirmynd uppbyggingar í vistunarmálum erlendis, á meðan íslensk stjórnvöld halda áfram ráðvilltri gandreið sinni yfir tímann og aðhafast annað tveggja, mikið af engu og lítið af viti. Á meðan deyja margir ótímabærum dauða, því í þeirra tilviki leysir biðtíminn engan vanda heldur þvert á móti. Síðustu ráðstafanir í málefnum aldraðra virðast ekki taka mið af mismunandi vistunar- og umönnunarþörf, heldur eru úthlutanir framkvæmdar án samhengis við fyrirliggjandi forsendur og enginn skilgreindur greinarmunur gerður á umönnunarþunga og því sem honum fylgir. Ráðþrot heilbrigðisráðuneytisins er meira en bara slæmt, það er orðið hættulegt heilsu fjölda fólks og er ekki að sjá að núverandi heilbrigðisráðherra muni hafa nokkra leiðandi sýn inn í framtíðina fyrir hina veikustu úr hópi aldraðra. Það þarf ekki að teygja lopann lengur, íslensk stjórnvöld hafa vel heppnaða fyrirmynd fyrir augunum þar sem Sóltún er, enda voru þau beinn aðili að þessu mikla framfaraskrefi í vistunarmálum aldraðra eins og gefur að skilja. Það þarf ekki að kasta umræðunni út og suður til þess eins að tefja framvindu í málaflokki sem þegar er búið að gera metnaðarfulla áætlun fyrir. Á 12 til 24 mánuðum má klára framkvæmdir sem breyta þjóðarskömm í þjóðfélagslegan sóma. Hjúkrunarheimilið Sóltún er fyrirmyndarverkefni um það hvernig samstarf virkrar pólitískrar stefnumótunar og einkarekstrar getur farið fram.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar