Gott orðspor í viðskiptum borgar sig 27. september 2006 00:01 Stjórnarformaður Íslands 2006 tekur við verðlaunum Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, tekur við verðlaununum úr hendi Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Nordica hóteli fyrir helgi. Markaðurinn/Anton Brink Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tilnefning fer fram en hún er að frumkvæði fyrirtækisins BoardNews sem hér hélt ráðstefnu um orðspor í viðskiptum. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Tilgangurinn með verðlaununum er sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað sé að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, er sagður aðalhvatamaður að veitingu verðlaunanna hér, en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. "Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun, þótt ég verði líka að viðurkenna að þegar haft var samband við mig út af þessu kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði Gunnlaugur þegar hann tók við verðlaununum. Á það er bent að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur, velta hafi aukist um 50 prósent og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100 prósent. TM hefur einnig keypt 5 prósenta hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Í ræðu sinni fyrir verðlaunaafhendinguna lagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áherslu á mikilvægi góðs orðspors og kvað okkur Íslendinga ekki síst hafa fundið fyrir mikilvægi þess í erfiðri umræðu um bankana og íslenska hagkerfið fyrr á árinu. "Gott orðspor fyrir góða dómgreind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum," segir hann og bætir við: "Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint." Viðskipti Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tilnefning fer fram en hún er að frumkvæði fyrirtækisins BoardNews sem hér hélt ráðstefnu um orðspor í viðskiptum. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Tilgangurinn með verðlaununum er sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað sé að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, er sagður aðalhvatamaður að veitingu verðlaunanna hér, en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. "Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun, þótt ég verði líka að viðurkenna að þegar haft var samband við mig út af þessu kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði Gunnlaugur þegar hann tók við verðlaununum. Á það er bent að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur, velta hafi aukist um 50 prósent og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100 prósent. TM hefur einnig keypt 5 prósenta hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Í ræðu sinni fyrir verðlaunaafhendinguna lagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áherslu á mikilvægi góðs orðspors og kvað okkur Íslendinga ekki síst hafa fundið fyrir mikilvægi þess í erfiðri umræðu um bankana og íslenska hagkerfið fyrr á árinu. "Gott orðspor fyrir góða dómgreind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum," segir hann og bætir við: "Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint."
Viðskipti Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira