Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð 25. september 2006 06:30 Endurkomu Saddams krafist. Síðastliðinn föstudag voru mótmæli í Tíkrit þar sem 3.000 stuðningsmenn Saddams Hussein komu saman. Írakar hafa ekki reynst jafn hrifnir af hernáminu og lýðræðisumbótum eins og sum vestræn stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni. Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverkum. Þvert á móti er beint samhengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu, sem byggir á mati sextán leyniþjónustustofnana bandaríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mótsögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum". Sagt er í skýrslunni að ný kynslóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjölmargar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í málefnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú" víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush-stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal annars: „Eftir árásirnar hinn 11. september eru Bandaríkin og bandamenn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu." Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsluna, en sagði í viðtali við Associated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni.
Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira