Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur útgerðarmönnum 21. september 2006 06:00 Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðnings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svokölluðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönnum, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að færast útgerðinni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkisins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðarauðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem er stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skilning en Íslendingar á mikilvægi þjóðarauðlindanna fyrir þjóðina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjármagns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúaráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónarmið hafa komið fram á ráðstefnunni enda ólíklegt að forgöngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrirtæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráðstefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræðilegri umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignarréttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skaðaði sjálfstæði þjóðarinnar verulega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmyndum og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífsgæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðnings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svokölluðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönnum, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að færast útgerðinni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkisins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðarauðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), sem er stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skilning en Íslendingar á mikilvægi þjóðarauðlindanna fyrir þjóðina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjármagns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúaráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónarmið hafa komið fram á ráðstefnunni enda ólíklegt að forgöngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrirtæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráðstefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræðilegri umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignarréttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skaðaði sjálfstæði þjóðarinnar verulega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmyndum og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífsgæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar