Almennir hluthafar hagnast um 177 milljónir króna 16. september 2006 00:01 Í Kauphöll Íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sýnir forsvarsmönnum Exista og gestum Kauphallarinnar hvar sjá megi tilboðsgengi í bréf Exista áður en fyrstu viðskipti með bréf þess hófust í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira