Háir vextir ekki markmið 15. september 2006 00:01 Tilkynnt um hækkun stýrivaxta. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir hávaxtastefnuna og segir Seðlabankann hætta á að standa uppi skotfæralaus í næstu uppsveiflu. MYND/gva Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008." Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008."
Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira