Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka 15. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis. Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis.
Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira