Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka 15. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis. Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis.
Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira