Þróunarfræði og frjálshyggja 10. september 2006 05:00 Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar