Konur og kosningar að vori 7. september 2006 06:00 Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun