Utanríkismál orðið innanríkismál Róbert Trausti Árnason skrifar 5. september 2006 05:15 Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun