Stýrivextir eru háir á Íslandi 28. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir við húsbyggingu Seðlabankinn og ríkisvaldið hafa að undanförnu reynt að taka á þenslu með fastari tökum á ríkisrekstrinum. Miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars við húsbyggingar, hafa haft mikil áhrif. MYND/Stefán Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“ Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“
Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira