Verði ekki vísað úr landi 26. ágúst 2006 08:45 Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira