Verði ekki vísað úr landi 26. ágúst 2006 08:45 Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira