Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir 24. ágúst 2006 07:00 Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar. Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar.
Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira