Kveðst ekki geta tjáð sig 24. ágúst 2006 07:30 Nesjavellir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill takmarka fjölda og umfang þeirra svæða sem lögð eru undir jarðvarmavirkjanir. Iðnaðarráðherra segir óviðeigandi að tjá sig um nýtingu svæða á Reykjanesi á meðan afgreiðsla rannsóknaleyfa stendur yfir. MYND/GVA „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“ Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
„Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira