Kristinn H. segir samkomulag brotið 24. ágúst 2006 07:15 „Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli." Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli."
Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira