Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni 23. ágúst 2006 07:45 Pálmi Jóhannesson á fundinum Pálmi lagði sig allan fram við að útskýra flókna verkfræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir fundargestum með einföldum hætti. Hann sést hér fara yfir ýmis verkfræðileg mál sem upp geta komið vegna Hálslóns. MYND/GVA Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn. Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira