Gæðum ábótavant 23. ágúst 2006 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Það er alltaf mikill fengur fyrir okkur sem stuðlum að stefnumótun og eflingu menntakerfisins að fá úttekt utanaðkomandi því glöggt er gests augað,“ segir Þorgerður, en ekki hefur verið gerð slík könnun áður hér á landi. MYND/Pjetur Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins. Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins.
Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira