Við viljum engin ofurlaun á Íslandi 23. ágúst 2006 05:15 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar