Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu 27. júlí 2006 06:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári. Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári.
Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira