Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu 27. júlí 2006 06:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári. Innlent Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári.
Innlent Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira