Ísraelar hafa viku til að gera árásir 20. júlí 2006 07:00 Á leið yfir landamærin Ísraelskir hermenn héldu yfir landamærin til Líbanons í gær og lentu þar í hörðum átökum við liðsmenn Hizbollah, sem kostuðu tvo ísraelska hermenn og einn Hizbollah-mann lífið. MYND/AP Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Sjá meira
Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Bandaríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins í Washington, staðfesti það á blaðamannafundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hizbollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni. „Það tekur okkur einhvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraelshers í gær. Evrópusambandið er ósammála þessu. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. uad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasamfélagið kallar rétt til sjálfsvarnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Sjá meira