Þjóðarhreinsun í uppsiglingu 13. júlí 2006 07:00 Barn borið til grafar Palestínskur faðir ungabarns, sem lést af sárum sínum í þessari viku eftir árás Ísraelshers, ber barnið til grafar í Rafah í Palestínu á þriðjudag. MYND/nordicphotos/afp Við mótmælum framferði Ísraelshers sem bitnar á hinum almenna íbúa, körlum, konum og ekki síst börnunum, sem reyna alltént að vera úti við leik, að minnsta kosti á meðan sprengjunum rignir ekki, segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem heldur mótmælafund á Austurvelli klukkan 17.30 í dag. Ísraelsher réðist nýverið inn á Gaza-svæðið í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa hermann, sem skæruliðar handtóku 25. júní. Síðan hefur einn ísraelskur hermaður og 60 Palestínumenn fallið, þar af fjölmörg börn og unglingar. Auk þess hafa nær tvö hundruð Palestínubúar særst. Ísraelsher hefur rofið samgönguæðar og er svo með fáránlegar yfirlýsingar um að það eigi að hindra skæruliðahópa í að komast leiðar sinnar. Þeir sprengdu eina orkuver Gaza-strandarinnar sem sá 700 þúsund óbreyttum Palestínumönnum fyrir rafmagni og komu svo með þá fráleitu skýringu að þeir hefðu gert þetta svo skæruliðar sæju ekki til verka þegar þeir flyttu herflaugar. En slíkir hópar gera slíkt auðvitað í skjóli myrkurs, segir Sveinn Rúnar. Þetta er bara málatilbúningur, þetta gengur allt út á einhver öfugmæli og hrein ósannindi þegar þeir halda því fram að aðgerðirnar eigi ekki að beinast gegn óbreyttum borgurum, eins og sendiherra Ísraels á Íslandi hélt fram á dögunum, bætir Sveinn Rúnar við og vitnar í viðtal Fréttablaðsins við Miryam Shomrat, sendiherra, sem birtist í síðasta mánuði. Málið er sérlega alvarlegt þegar tillit er tekið til þess að vatnsdælur flestra íbúa eru knúðar áfram af rafmagni, sem nú er ófáanlegt á stórum hluta Gaza-strandarinnar. Sveinn Rúnar, sem er læknir, hefur einnig miklar áhyggjur af eyðileggingu skolpræsa á svæðinu, því slíkt býður bara hættunni heim, og segir hann börn nú í mikilli smitsjúkdómahættu. Það er um líf og dauða að tefla, það verður að rjúfa þessa einangrun sem Ísraelsstjórn hefur tekist að koma palestínsku þjóðinni í á herteknu svæðunum, segir Sveinn Rúnar. Erlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Við mótmælum framferði Ísraelshers sem bitnar á hinum almenna íbúa, körlum, konum og ekki síst börnunum, sem reyna alltént að vera úti við leik, að minnsta kosti á meðan sprengjunum rignir ekki, segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem heldur mótmælafund á Austurvelli klukkan 17.30 í dag. Ísraelsher réðist nýverið inn á Gaza-svæðið í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa hermann, sem skæruliðar handtóku 25. júní. Síðan hefur einn ísraelskur hermaður og 60 Palestínumenn fallið, þar af fjölmörg börn og unglingar. Auk þess hafa nær tvö hundruð Palestínubúar særst. Ísraelsher hefur rofið samgönguæðar og er svo með fáránlegar yfirlýsingar um að það eigi að hindra skæruliðahópa í að komast leiðar sinnar. Þeir sprengdu eina orkuver Gaza-strandarinnar sem sá 700 þúsund óbreyttum Palestínumönnum fyrir rafmagni og komu svo með þá fráleitu skýringu að þeir hefðu gert þetta svo skæruliðar sæju ekki til verka þegar þeir flyttu herflaugar. En slíkir hópar gera slíkt auðvitað í skjóli myrkurs, segir Sveinn Rúnar. Þetta er bara málatilbúningur, þetta gengur allt út á einhver öfugmæli og hrein ósannindi þegar þeir halda því fram að aðgerðirnar eigi ekki að beinast gegn óbreyttum borgurum, eins og sendiherra Ísraels á Íslandi hélt fram á dögunum, bætir Sveinn Rúnar við og vitnar í viðtal Fréttablaðsins við Miryam Shomrat, sendiherra, sem birtist í síðasta mánuði. Málið er sérlega alvarlegt þegar tillit er tekið til þess að vatnsdælur flestra íbúa eru knúðar áfram af rafmagni, sem nú er ófáanlegt á stórum hluta Gaza-strandarinnar. Sveinn Rúnar, sem er læknir, hefur einnig miklar áhyggjur af eyðileggingu skolpræsa á svæðinu, því slíkt býður bara hættunni heim, og segir hann börn nú í mikilli smitsjúkdómahættu. Það er um líf og dauða að tefla, það verður að rjúfa þessa einangrun sem Ísraelsstjórn hefur tekist að koma palestínsku þjóðinni í á herteknu svæðunum, segir Sveinn Rúnar.
Erlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira