Konur kjósa í fyrsta sinn 30. júní 2006 07:45 Kosningar í Kúveit Kúveisk kona kýs í þingkosningum sem fram fóru í Kúveit í gær. Þetta voru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru þar í landi þar sem konum er heimil þátttaka, bæði sem kjósendur og frambjóðendur. Mikil stemning ríkti á kjörstöðum kvenna, en kjörstaðir voru kynskiptir. MYND/AP Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa. Erlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa.
Erlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira