Konur kjósa í fyrsta sinn 30. júní 2006 07:45 Kosningar í Kúveit Kúveisk kona kýs í þingkosningum sem fram fóru í Kúveit í gær. Þetta voru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru þar í landi þar sem konum er heimil þátttaka, bæði sem kjósendur og frambjóðendur. Mikil stemning ríkti á kjörstöðum kvenna, en kjörstaðir voru kynskiptir. MYND/AP Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa. Erlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa.
Erlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira