Ófriður á Gaza-strönd 29. júní 2006 07:00 ráðist inn á Gaza-svæðið Þúsundir ísraelskra hermanna, ásamt herflugvéla og skriðdreka, réðust inn á Gaza-svæðið í gær í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa félaga sinn sem herskáir Palestínumenn rændu á sunnudag. MYND/AP Mikil átök brutust út á Gaza-svæðinu í gær, eftir að þúsundir ísraelskra landgönguliða réðust inn á svæðið. Innrásin var gerð í kjölfar nokkurra loftárása þar sem Ísraelsher skaut sprengjum og eyðilagði þrjár brýr og eina orkuver svæðisins. Árás Ísraelshers er yfirlýst tilraun til að leysa úr haldi ísraelskan hermann sem rænt var á sunnudag, en talið er að palestínskir uppreisnarmenn hafi staðið að mannráninu. Heimastjórn Palestínu, sem Hamas-liðar leiða, kallaði í gær eftir fangaskiptum við Ísrael, en áður hafði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, aftekið að slík skipti gætu farið fram þegar uppreisnarmennirnir fóru fram á að Ísraelar slepptu palestínskum konum og börnum úr fangelsum í stað upplýsinga um hermanninn. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árás Ísraela og sagði hana "glæp gegn mannréttindum". Olmert sagði árás Ísraela hins vegar vera bara byrjunina og að ísraelskir hermenn hikuðu ekki við að grípa til "róttækra aðgerða" til að frelsa hermanninn. Talsmenn uppreisnarmanna sögðu ránið á hermanninum ekki vera mannrán í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur væri þetta hluti af lögmætum hernaðarátökum og bættu við að búast mætti við frekari ránum á ísraelskum hermönnum, yfirgæfi herinn ekki Gaza-svæðið. Jafnframt heyrðust óstaðfestar fregnir af frekari mannránum á Ísraelum á svæðinu. Ekki bárust tilkynningar um neitt manntjón á Gaza-svæðinu í gær, en íbúar þess hófu að sanka að sér vatns- og ljósgjafabirgðum, því raforkuverið sem skemmt var þjónar um 65 prósentum svæðisins og er aflgjafi vatnsdælanna á svæðinu. Evrópusambandið kallaði eftir friðsamlegri lausn á málinu, en talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði Ísraela hafa rétt til að verja Erlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Mikil átök brutust út á Gaza-svæðinu í gær, eftir að þúsundir ísraelskra landgönguliða réðust inn á svæðið. Innrásin var gerð í kjölfar nokkurra loftárása þar sem Ísraelsher skaut sprengjum og eyðilagði þrjár brýr og eina orkuver svæðisins. Árás Ísraelshers er yfirlýst tilraun til að leysa úr haldi ísraelskan hermann sem rænt var á sunnudag, en talið er að palestínskir uppreisnarmenn hafi staðið að mannráninu. Heimastjórn Palestínu, sem Hamas-liðar leiða, kallaði í gær eftir fangaskiptum við Ísrael, en áður hafði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, aftekið að slík skipti gætu farið fram þegar uppreisnarmennirnir fóru fram á að Ísraelar slepptu palestínskum konum og börnum úr fangelsum í stað upplýsinga um hermanninn. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árás Ísraela og sagði hana "glæp gegn mannréttindum". Olmert sagði árás Ísraela hins vegar vera bara byrjunina og að ísraelskir hermenn hikuðu ekki við að grípa til "róttækra aðgerða" til að frelsa hermanninn. Talsmenn uppreisnarmanna sögðu ránið á hermanninum ekki vera mannrán í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur væri þetta hluti af lögmætum hernaðarátökum og bættu við að búast mætti við frekari ránum á ísraelskum hermönnum, yfirgæfi herinn ekki Gaza-svæðið. Jafnframt heyrðust óstaðfestar fregnir af frekari mannránum á Ísraelum á svæðinu. Ekki bárust tilkynningar um neitt manntjón á Gaza-svæðinu í gær, en íbúar þess hófu að sanka að sér vatns- og ljósgjafabirgðum, því raforkuverið sem skemmt var þjónar um 65 prósentum svæðisins og er aflgjafi vatnsdælanna á svæðinu. Evrópusambandið kallaði eftir friðsamlegri lausn á málinu, en talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði Ísraela hafa rétt til að verja
Erlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira