Botnlaus hlutabréfamarkaður 20. apríl 2006 00:01 Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Úrvalsvísitalan er komin undir það gildi sem hún stóð í um áramótin. Þá stóð hún í 5.534 stigum en lokagildi hennar í gær var 5.397 stig eftir 2,5 prósenta dagslækkun. Gengi krónunnar féll jafnframt um 3,5 prósent í gær sem er ein mesta lækkun hennar í fimm ár. Mikið fall hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir páska. Þannig hafa hlutabréf allra félaga í Úrvalsvísitöllunni lækkað, mest bréfa í FL Group og Landsbankanum eða um tíu prósent. Nú er svo komið að gengi bankanna er lægra en það var um áramótin. Landsbankinn hefur til að mynda lækkað um 15,8 prósent frá áramótum, Glitnir um 4,6 prósent og KB banki um 1,7 prósent. Straumur-Burðarás hefur hins vegar hækkað lítillega á árinu. "Það ríkir sú skoðun að botninum sé ekki náð. Þá fara margir á hliðarlínuna og setja peningana í áhættulausa fjárfestingu," segir Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Glitni. Fjárfestar flýja í öruggt skjól með því að leggja peningana sína inn á ellefu prósenta markaðsreikninga. Óvíst er um að þriggja mánaða uppgjör stóru félaganna, sem lofa góðu, hafi nokkur áhrif. Greinilegt er að margir fjárfestar, sem hafa verið fjármagnaðir í erlendum lánum, eru að taka á sig tvöfalt tap með falli hlutabréfa og veikingu krónunnar og geti því ef til vill ekki, eða vilji ekki, komið á ný inn á hlutabréfamarkaðinn. Jónas bendir á að rekstrargrundvöllur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé traustur og horfur góðar, meðal annars hjá fjármálafyrirtækjunum sem hafa lækkað ört. Hins vegar er stemmningin fyrir hlutabréfum neikvæð og mótlætið mikið: "Þegar koma fram þekktar fjármálastofnanir og lýsa því yfir í fyrirsagnastíl að ástandið hér sé slæmt og samdráttur framundan, þá hljómar það illa í eyrum hins almenna fjárfestis." Ekki bæti úr skák að framundan eru verðbólguskot og vaxtahækkanir. Ekki er talið ólíklegt að stærri fjárfestar séu farnir að finna fyrir lækkunum á markaði, enda hafa margir þeirra tekið þátt í hlutafjáraukningum með erlendri fjármögnun. Margir eru þó enn í miklum plús þar sem hlutabréfaverð hefur hækkað um 36 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira