Sport

Auðveldur sigur San Antonio

Sigur San Antonio á Orlando var átakalítill í nótt
Sigur San Antonio á Orlando var átakalítill í nótt NordicPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio burstuðu Orlando á útivelli og unnu þar með fjórða leikinn í röð, en tap Orlando var hið fjórða í röð. Liðið var sem fyrr án Steve Francis, leikstjórnanda síns, og munar um minna.

San Antonio lagði Orlando 110-85 á útivelli. Tim Duncan skoraði 26 stig go hirti 12 fráköst hjá San Antonio, en Jameer Nelson skoraði 20 stig fyrir Orlando.

Dallas vann Chicago 102-94 á útivelli. Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas, en Ben Gordon var með 26 hjá Chicago.

Minnesota er komið á góðan skrið og vann í nótt 8 sigurinn í síðustu 10 leikjum með því að skella Utah á útivelli 91-77. Wally Szczerbiak skoraði 26 stig fyrir Minnesota en Mehmet Okur skoraði 14 stig fyrir Utah, en hitti skelfilega í leiknum eins og flestir í liði Utah, sem hefur gengið afleitlega á heimavelli í vetur.

Loks vann LA Clippers góðan sigur á Miami 99-89. Elton Brand fór á kostum hjá Clippers og skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst, en Dwayne Wade var bestur hjá Miami og skoraði 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×