Heitur vetur framundan 20. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira