Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir var ósammála kollegum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42