Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2024 19:41 Það blés hressilega á nýju ríkisstjórnina á Bessastöðum en forsætisráðherra fullyrðir að logn og blíða ríki í samstarfi stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi. Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Eitt af þeim málum sem fyrri ríkisstjórn var ítrekað gerð afturreka með var frumvarp um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem efnislega gengur út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að leggja fram og samþykkja frumvarp um staðfestingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Stöð 2/Hmp „Utanríkisráðherra mun leggja fram bókunina og hún verður samþykkt af þessari ríkisstjórn. Það er einhugur Það er einhugur um það í ríkisstjórn að samþykkja bókun 35. Það sé mikilvægt meðal annars út af ákveðnum málum sem nú eru í réttarkerfinu, það þarf að gera það,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi hennar í dag. Hörð andstaða var við frumvarpið í tíð síðustu ríkisstjórna meðal nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en ekki hvað síst í röðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þar var Eyjólfur Ármannsson núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrirferðarmikill í andstöðu sinni. En hann er einnig í forsvari samtakanna Orkan okkar. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögleidd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessarar lögleiðingar í 30 ár,“ sagði Eyjólfur að loknum ríkisstjórnarfundinum í dag. „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Íslenska þjóðin getur vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ástandið sem nú varir hjá embætti Ríkissaksóknara ekki geta verið óbreytt lengi.Stöð 2/Rúnar Annað mál sem núverandi ríkisstjórn erfir er staðan hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem stálin stinn mætast hjá ríkissaksóknaranum og vararíkissaksóknaranum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir stöðuna áhyggjuefni. Mikilvægt væri að embættið nyti trausts. „Verkefni fyrir dómsmálaráðherra á hverjum tíma og áhyggjuefni dómsmálaráðherra á hverjum tíma er auðvitað ef upp er komin er upp einhver sú staða sem gerir það að verkum að það eru hnökrar í jafn mikilvægri starfsemi og ákæruvaldið er. Þannig að þetta er ekki góð staða og hana þarf að leysa. En ég ætla ekki og get ekki veitt nein svör um það akkúrat í dag hver sú lausn er. En svona getur ástandið auðvitað ekki verið,“ sagði dómsmálaráðherra í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira