Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum um helgina. Það var gert ýmist með handabandi eða faðmlögum. Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði um helgina. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum.
Í inngangi yfirlýsingarinnar segir að fyrsta verk ríksstjórnarinnar sé að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækka vexti. Það verði gert með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Þá eigi að bæta lífskjör landsmanna og hagræða í ríkisrekstri. Helstu punkta stefnuyfirlýsingarinnar er hægt að kynna sér hér að neðan.