Brást of harkalega við dyraati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 11:27 Barnabarn konunnar, ung stelpa, var í heimsókn hjá henni. Hún sagði strákana hafa kastað steinum í húsið en strákarnir sögðu stelpuna hafa gert grín að sér út um gluggann. Vísir/Rakel Ósk Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent