Sport

Haukastúlkur í undanúrslitin

Haukastúlkur eru komnar í undanúrslit Hópbílabikars kvenna eftir 24 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks, 76-52, á Ásvöllum en Blikar höfðu unnið bikarmeistarana í fyrri leiknum með átta stigum. Blikar voru vel inn í leiknum framan af Haukar áttu góðan sprett í lok fyrri hálfleiks sem kom þeim 12 stigum yfir fyrir hlé, 37-25, og gerðu síðan endanlega út um leikinn með því að skora 10 stig í röð í lok þess þriðja. Haukar unnu að lokum með 24 stiga mun og þar með einvígið samanlegt með 16 stigum. Haukar mæta annaðhvort Girndavík eða KR í undanúrslitunum en þessir leikir við Blikana voru færðir vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppninni. Pálína Gunnlaugsdóttir átti mjög góðan dag hjá Haukum, skoraði 19 stig, stal 6 boltum og gaf 5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir var með 15 stig, 7 fráköst og 5 stolna og Hanna Hálfdanardóttir skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Þá má ekki gleyma þætti Sigrúnar Ámundadóttur sem skoraði 13 stig. Hauka þurftu því aðeins 8 stig frá Keshu Tardy sem tók þá 10 fráköst. Hjá Breiðabliki var Jessalyn Deveny með 24 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar, Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir skoraði 9 stig og Efemía Sigurbjörnsdóttir skoraði 7 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×