Tíminn og efnið 2. október 2005 00:01 Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þremenningarnir sem undirbjuggu kæruna á hendur Baugi – Jón Steinar Gunnlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson – hafa undanfarna daga reynt að skýra sinn hlut í málinu. Í þeim “útskýringum” stendur ekki steinn yfir steini þegar grannt er skoðað. Kjartans þáttur Kjartan Gunnarsson segist hafa átt fund með Styrmi og Jón Steinari “um mánaðamótin júní/júlí” 2002, til að ræða “hæfi og hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns Sullenbergers. Þetta stenzt ekki lágmarksskoðun, hvorki fundarefnið né tímasetningin. Við vitum að það er ósatt að þeir hafi þurft að ræða “hæfni” Jóns Steinars sem lögmanns. Styrmir staðfesti það sjálfur. En þurfti að ræða “hæfi” hans? Og hvað merkir það þá? Hvernig gat hann hugsanlega verið vanhæfur? Eini vafinn um “hæfi” í þessu tilviki hlýtur að vakna vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn og forsætisráðherra. En bíðum við – hvernig tengjast forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn kæru einstaklings á hendur fyrrum viðskiptafélögum? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt það? Og ekki hjálpar tímasetningin. Hvers vegna í ósköpunum ættu mennirnir að vera að ræða þetta um mánaðamótin júní/júlí, þegar búið var að bjóða Jón Steinar fram sem lögmann Sullenbergers strax í maí? Og beðið þá þegar með óþreyju eftir því að hann “taki tilboði Jóns Steinars” og “þiggi aðstoð” hans? Getur Kjartan Gunnarsson útskýrt þetta? Og ætlast Kjartan Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Styrmis þáttur Helzta skýring Stymis á afskiptum hans og greiðasemi við Sullenberger er sú, að hann og Morgunblaðið hafi alltaf hjálpað lítilmagnanum. Undir þetta tekur stjórnarformaður Árvakurs. Þetta stenzt heldur ekki skoðun, hvorki efni né tímasetningar. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður hefur upplýst hvaða skjöl það voru, sem hann þýddi að beiðni Styrmis. Það voru tvær fréttir úr Morgunblaðinu, önnur um innrásina í Baug í ágúst 2002, hin um afsagnir úr stjórn Baugs í marz 2003. Skoðum þessar tímasetningar. Þetta gerðist ekki á meðan Sullenberger var enn að undirbúa kærur og þurfti á aðstoð að halda, eins og Styrmir sagði. Hálfu ári eftir að Sullenberger kærir er Styrmir ennþá að hjálpa honum (og raunar líka mánuði eftir að hann skrifaði yfirlætisfullan leiðara um “dylgjur” Ingibjargar Sólrúnar um óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af einkafyrirtækjum). Þetta er líka hálfu ári eftir að Sullenberger og Baugur semja í einkamálinu, sem færði Sullenberger 120 milljónir, aftur að sögn Styrmis. Var það sá lítilmagni sem þurfti á aðstoð Morgunblaðsins að halda vegna fjárskorts? Ætlast Styrmir Gunnarsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Jóns þáttur Steinars Hæstaréttardómarinn lýsti því yfir að Sullenberger hefði haft samband við hann óforvarendis, eins og hver annar borgari, “sumarið 2002” og Jón Steinar hefði tekið að sér “venjuleg lögmannsstörf” fyrir hann. Enn þvælast bæði efni og tímasetningar fyrir sannleikanum. Í tölvubréfum kemur fram að aðstoð Jóns Steinars hafi verið boðin fram – ekki falazt eftir henni – snemma í maí 2002. Var það gert að honum forspurðum? Hafði hann ekkert heyrt af málinu? Hafði hann ekki samþykkt að taka það sér? Getur Jón Steinar útskýrt þetta? Og ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju þurfti hann að funda með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um þau? Ef þetta voru bara “venjuleg lögmannsstörf”, af hverju skipti þá máli ófrávíkjanlegur og innmúraður trúnaður Jóns Steinars við “ónefndan”? Hvernig tengdust Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson þessum “venjulegu lögmannsstörfum”? Ætlast Jón Steinar Gunnlaugsson ennþá til þess að einhver trúi þessum “skýringum”? Karl Th. Birgisson
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar