BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins 30. september 2005 00:01 Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira