Sport

Fáir útlendingar það sem af er

Aðeins hefur verið sótt um leikheimild fyrir sex evrópska leikmenn í Intersportdeildinni í vetur, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Körfuboltasambands Íslands. Reglum um útlenda leikmenn var breytt á síðasta ársþingi KKÍ á þann veg að í vetur er aðeins leyfilegt að vera með einn bandarískan leikmann í hverju liði en áður gátu lið verið með 2 til 3 undir launaþaki. Var því búist við holskeflu evrópskra leikmanna í Intersport-deildina í vetur en annað hefur komið á daginn. Einn mánuð tekur að fá keppnisleyfi fyrir evrópska leikmenn eftir 1. september. Keflavík, Hamar/Selfoss, Skallagrímur, Snæfell, Grindavík og Fjölnir hafa fengið sér evrópska leikmenn og hugsanlegt að fleiri bætist við þegar líða fer á veturinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×