Sport

Kína valtaði yfir Saudi Arabíu

NordicPhotos/GettyImages
Kínverska landsliðið í körfuknattleik þurfti ekki á hjálp Yao Ming að halda þegar það valtaði yfir lið Saudi Arabíu á Asíumeistaramótinu í gær og sigraði 98-10. Kínverska liðið hefur unnið keppnina þrisvar í röð, en stillti mestmegnis upp varamönnum sínum í leiknum gegn Saudi Arabíu. Yao Ming var á varamannabekknum allann tímann, enda þurfti hann að jafna sig eftir að hafa fengið stóran skurð á hökuna í leiknum gegn Líbanon daginn áður. Kína mætir Suður-Kóreu í undanúrslitum mótsins og þar má búast við því að liði fái öllu meiri samkeppni en í gær, þar sem Sádarnir skoruðu aðeins tvö stig í hverjum þriggja síðustu leikhlutanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×