Sport

Stórleikur í Njarðvík í kvöld

Það verður stórleikur í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Bæði lið vonast til að geta teflt fullskipuðum liðum í leiknum en erlendu leikmenn liðanna eru mættir á klakann og þá hafa landsliðsmenn snúið aftur úr verkefnum tengdum Evrópukeppninni. Fimm leikmenn þessarra liða voru með íslenska landsliðinu í Rúmeníu um síðustu helgi og voru því ekki með þegar Njarðvík vann 28 stiga sigur á Keflavík, 76-114, í Keflavík á sunnudaginn í opnunarleik Reykjanesmótsins. Nú er að sjá hvað Keflvíkingar gera í kvöld í sínum fyrsta leik með Bandaríkjamanninn Jason Kalsow og Zlatko Gocevski frá Makedóníu en það er búist við miklu af þessum leikmönnum. Leikurinn í kvöld verður einnig merkilegur fyrir þær sakir að Njarðvíkingar taka þá í noktun nýja glæsilega leikklukku sem sýnir meðal annars stigaskor og villufjölda allra leikmanna leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×