Sport

Logi til Bayeruth

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá þýska 1.deildar liðinu Bayreuth og vonast hann til þess að ganga frá samningum við liðið á næstu dögum. "Mér líst vel á alla aðstöðu hjá félaginu. Að auki er það einlægur vilji allra sem starfa hjá félaginu að komast upp um deild. Ég verð til reynslu hér fram yfir helgi og ef ég spila þokkalega þá fæ ég örugglega samning."Bayreuth er 90 þúsund manna bær í grennd við borgina Nurnberg og er mikill körfuboltaáhugi á þessum slóðum í Þýsklandi. Lið Bayreuth var þýskur meistari árið 1989 en hefur undanfarin ár verið í 1.deildinni, sem er næstefsta deild. "Þetta er gamalt stórveldi í þýskum körfubolta en félagið hefur verið í töluverðri lægð á undanförnum árum. En nú er ætlunin að koma félaginu í fremstu röð á nýjan leik og það væri sérstaklega gaman fyrir mig að taka þátt í þeirri uppbyggingu."Nokkur lið hafa spurst fyrir um Loga en nú virðist sem hann sé búinn að ákveða að vera í Þýskalandi. "Ég hefði getað farið til Ungverjalands en ég treysti liðunum þar ekki almennilega. Þau hafa ekkert sérstaklega gott orð á sér þegar kemur að launagreiðslum og öðru þess háttar. En ég veit að það er hægt að treysta öllum mönnunum hjá Bayreuth og þess vegna reikna ég með því að ganga frá samningum við félagið á næstunni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×