Skoðun

Atgervisflótti er aum réttlæting

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Það er löngu komin á hefð fyrir því að bankastjórastöður seðlabankastjóra séu notaðar til þess að finna eitthvað að gera fyrir afdankaða stjórnamálamönnum sem hrökklast úr atinu við Austurvöll.

Það hlýtur því að koma almenningi spánskt fyrir sjónir að laun þessara sömu bankastjóra Seðlabankans skuli hafa verið hækkuð ríflega á dögunum. Ástæðan er að sögn formanns bankaráðs atgervisflótti úr bankanum. Laun fólks í fjármálaheiminum eru nefnilega orðin svo sviamndi há á almennum markaði að Seðlabankinn var að bregðast við með hækkun launa.

Þetta er ekkert svo galið og væri alls ekki slæm réttlæting ef einhver eðlileg markðslögmál giltu um starfsmannastefnu Seðlabankans. Það skýtur hins vegar skökku við að þessi stofnun þurfi að bregðast við atgervisflótta með launahlækkunum þegar það er yfirlýst stefna Seðlabankans að ráða ekki þá hæfustu í æðstu stjórnendastöður og velja frekar stjórnmálamenn sem vilja hafa það náðugt á efri árum frekar en fólk með áratugareynslu af hagfræði og fjármálastjórnun.

Atgervisflótti stjórnmálamanna liggur til Seðlabankans ekki frá honum þannig að það þarf síður en svo að hækka laun bankastjóra en peningnana mætti sjálfsagt nota til að hækka laun millistjórnenda verulega enda virðist það vera lögmál í Seðlabankanum að þeir hæfustu komast ekki á toppinn.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×